Hosti/astmi hja 3 ara dreng

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

 

Astmi er þrálátur sjúkdómur og einkenni geta verið mismunasdi frá degi til dags. Dæmi eru um að  einkenni geti horfið, en algengara er að þau hverfi um skeið og byrji svo að nýju við ákveðna ofnæmisvaka t.d samfara sýkingum í efri öndunarvegi.

Misjafnt er á milli einstaklinga hvaða ofnæmisvakar koma einkennum af stað en umhverfisþættir þ.á.m breyting á hita og rakastigi getur haft áhrif á einkenni.

Val og notkun á astmameðferð er mismunandi milli einstaklinga og um að gera að leita aftur til læknis ef þér finnst lyfin ekki virka sem skyldi eða lítill árangur er af meðferð.

Bendi þér einnig á að lesa nánar um astma en góðar upplýsingar er að finna hér á doktor.is

 

Gangi þér vel.

hae eg a 3 ara gamlan dreng sem hefur verid greindur med astma. tannig er tad ad vid buum I danmorku, I jolafriinu haetti hann alveg ad hosta a nottunnu var loksins bara farinn ad sofa og haettur ad vakna upp I hosta kasti. svo nuna eftir ad vid komum heim ur jola friinu ta byrjadi tetta aftur. fekk kvef a leikskolanum eins og gengur og gerist. er bara velta tvi fyrir mer a naetur hostin ekki ad haetti ? er ad gefa honum astma lyf, veit bara ekki hvort tad hafi virkad eda hvort tad skipti mali hvort hann er I dk eda isl.

sorry er ekki med isl lyklabord.