Hósti og tíð þvagát á nóttu,hiti 39 kl 07 get ekki andað með nefi

Hvaða sjúkdómur getur þetta verið

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Við skulum fara varlega með orðið “sjúkdómur” en miðað við þessar lýsingar er ekki ósennilegt að þú sért að glíma við einhverja kvefpest. Hósti, hiti og stíflað nef benda til bakteríu eða veirusýkingar og ganga þær yfirleitt yfir á 1-2 vikum. Ég myndi einnig ráðleggja þér að panta covid-19 sýnatöku til að útiloka það. 

Hins vegar geta verið margar ástæður fyrir tíðum þvaglátum og getur aldur og kyn, spilað þar inn í, einnig hafa tíðar þvagfærasýkingar, mikil vökva inntaka og ýmsir sjúkdómar áhrif á þvagfærin. Ef þú finnur einnig fyrir óþægindum við þvaglát gæti þetta verið þvagfærasýking og þá myndi ég ráðleggja þér að skila þvagprufu á heilsugæslustöðinni þinni.

Ég ráðlegg þér að heyra í þínum heimilislækni ef einkennin eru enn viðvarandi.

Kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur