hormónastafurinn gleymst

Góðan dag

Ég var að þreifa á upphandleggnum mínum um daginn og finn fyrir mjög harðri kúlu þar. Fer að ræða þetta við vinkonu mína sem minnir mig á að þegar ég var um 17 ára fékk ég hormónastafinn. Ég get bara alls ekki munað hvort ég lét fjarlægja hann einhvern tímann.. hvaða áhrif getur þetta haft? Hvaða læknar fjarlægja svona. Bý út á landi og ekki mikil læknaþjónusta og skammast mín svolítið að muna ekki hvort ég hafi látið fjarlægja hann eða ekki

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú þarft ekkert að skammast þín fyrir að muna þetta ekki, það á að vera hægt að fletta þessu upp.

Þú skalt hafa samband við heilsugæsluna og fá skoðun og mat hjá lækni. Stafinn á að fjarlægja eftir 3ár og ef það er lengra liðið og hann er þarna ennþá þarf að gera það. Ef búið er að fjarlægja hann þarf að komast að því hvað annað geti verið á ferðinni og hvort það þurfi eitthvað að athuga það.

Nánari upplýsingar um hormónastafinn getur þú lesið hér

Gangi þér vel