Hormónasprautan,blæðingar,verkir?

Góðan daginn
Ég er búin að vera á sprautinni og núna í september sleppti ég henni og nuna eru liðnir 3 mánuðir án hennar en 6 mánuðir síðan seinasta sprauta og núna verkjar mér alltaf í móðurlífi og núna kemur smá blæðing en bara þegar ég er að þurrka , það kemur ekki í pissið hjá mér. Ég hef ekkert farið á blæðingar síðan ég byrjaði á sprautunni og ég hef alltaf verið óregluleg. Ég er búin að stunda óvarið kynlíf með kærasta mínum. Mér langar að vita hvað þetta getur verið ? Er ég að byrja á blæðingum ? Er ég ófrísk? Eða hvað ?
Kær kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Mér finnst líklegast að þú sért að byrja á blæðingum. Verkirnir sem þú finnur fyrir í móðurlífinu geta verið túrverkir og blóðið sem kemur er þá byrjunin á blæðingunum. Ég ráðlegg þér að sjá til hvernig þetta þróast næstu daga. Það er alveg eðlilegt að það taki tíma að komast regla á blæðingar eftir að þú hættir á sprautunni.

Gangi þér vel