Hormónalykkjan

Sæll er eðlilegt að það blæði í 2 mánuði eftir að minerva hormónalykkjan er sett upp? Ég hringdi í heimilislækni hann setti mig á primalot að auki og það hættir ekki að blæða? Hvað er að ??
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég átta mig ekki alveg á hvað þú ert að meina með að það blæði ennþá. Það er ekki óeðlillegt að það verði óreglulegar blæðingar sérstaklega fyrstu 3-4 mánuðina.  Eftir það minnka blæðingar hjá flestum konum og hætta jafnvel alveg en það á ekki alltaf við.

Ef þú ert á stöðugum blæðingum þá er það ekki eðlilegt og þú þarft að heyra í lækni með það.

Gangi þér vel