Hormón

Sæl

Ég er 19 ára gamall. Ég var að velta því fyrir mér hvernig stækkunar hormón virka og hvað það er.
Ég er ekki að tala um svona til að auka vöðvamassa eða stera, heldur svona til að vera hávaxnari. Mér finnst eins og búkurinn sé miklu lengri en lappirnar á mér.

Sæll

Þú ert líklega að spyrja um vaxtarhormón.

Hér er að finna  ýmsan fróðleik um vaxtarhormón sem gæti gagnast þér. Til þess að mæla og athuga hvort um skort sé að ræða hjá þér þá getur þú óskað eftir mælingu á þessu hormóni í blóðprufu hjá heimilislækni eða snúið þér beint til innkirtlasérfræðings.

Gangi þér vel