Höfuðverkur

Góðan dag. Er eðlilegt að 14 ára fósturdóttir mín sé oft að fá höfuðverk?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það getur ekki talist eðlilegt að fá oft höfuðverk svona almennt séð. Höfuðverkur er í raun einkenni um að eitthvað sé að en það getur verið svo ótrúlega margt, svo sem  álag, streita, ónógur svefn, lélegt mataræði og tíðablæðingar eru t.d. það sem er algengast að rekast á í þessu samhengi.

Ef þú ert í góðu sambandi við fósturdóttur þína þá skaltu endilega reyna að setjast niður með henni og aðstoða hana við að finna út við hvaða aðstæður verkurinn kemur og hvort það sé hægt að finna einhvern rauðan þráð þar. Ef ekki er alltaf ráðlegt að ræða við heimilislækni.

Gangi ykkur vel