Höfuðverkir

Ég vakna alltaf með höfuðverk ,sérstaklega á svæðinu sem ég hef legið mest á. Búin að vera svona lengi. Svo er ég frekar óörugg vegna þessa flesta daga. Einna helst að mikil hreyfing dragi úr þessu.

Er einhver skíring á þessum leiðindum.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Höfuðverkur getur stafað af ýmsum orsökum og mikilvægt að greina fyrst hvað veldur áður en hægt er ða gefa ráð um rétta meðferð.

Ég set með tengla á góða umfjöllun um höfuðverk sem gætu gagnast þér HÉR og HÉR

Ræddu þetta við lækninn þinn og fáðu aðstoð við að komast að því hvað gæti gagnast þér

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur