Höfuðhögg

Hæhæ
Ég er 18 ára strákur og ég lenti í því um daginn að fá höfuðhögg í fótbolta og missti meðvitund í sma stund og mundi síðan lítið eftir atvikinu en það kom stuttu seinna og læknar sögðu allt væri í lagi bara sð taka þvi rólega. Síðan stuttu seinna gerðist það aftur að eg var að spila fótbolta og ég fékk högg á höfuðið og missti aftur meðvitund og var frekar ruglaður og mundi ekki eftir miklu fyrr en dálítið seinna og datt inn og út a leiðinni a spítalann, ekkert kom út úr rannsóknum og ég sendur heim. Nú aðeins seinna var eg aftur að spila og ekkert svosem gerðist nema að eg skallaði boltann en kannski ekkert þungt högg og eg klárapi leikinn en eftir leik fékk ég sjóntruflanir og ógleði og fór á spítalann en sendur heim og sagt að taka þvi rólega og fékk tilvísun eitthvað annað. Mín spurning er afhverju virðist ég fá einkenni heilahristings svona eftirá og eftir ekki meira högg en að skalla bolta og getur þetta verið afleiðingar fyrri höfuðhögga og geta næstu höfuðhögg valdið varanlegum afleiðingum eða já þessi sem komin eru og hverjar væru þær afleiðingar þá?
Með fyrirfram þökk, Hákon

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Við höfuðhögg getur teygst á taugafrumum heilans og komið fram bjúgur við heila Þá getur orðið tímabundin truflun á starfsemi heilans. Það fer eftir eðli og þyngd höggsins hversu alvarlegir áverkar og einkenni verða. Einkenna versna við endurtekin högg. Einstaka verða fyrir varanlegum skaða með tíðum höfuðverkjaköstum,einbeitingaleysi,svima þreytu og sjóntruflunum . Það er mjög mikilvægt að gefa sér tíma til að jafna sig eftir höfuðhögg. Taugafrumur verða að ná að jafna sig og bjúgur að hverfa.  Þú ættir að taka alveg hlé á fótboltaæfingum í góðan tíma sérstaklega þar sem þú hefur orðið fyrir tveimur höggum á stuttum tíma.

 

Gangi þér vel