Hnútur við snípinn

Hæ hæ
Er ad bíða eftir tîma hjà lækni en fyrir ca 1 viku síðan fann ég fyrir hnút hægra megin milli sníps og ytri barma. Ég pældi svo ekkert meir í þessu. Svo eftir sturtu i kvöld var hnúturinn enn og ég held ad hann hafi stækkað,  hann er ca 1 cm til 1 1/2 cm . Hann er harður.   Hvað gæti þetta verið? Ég hef skoðað með  spegli og sé svo sem ekkert nema finn fyrir hnúð..

Kveðja, ein sem hef miklar áhyggjur

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það  er í raun ómögulegt að geta sér til um hvað þetta er nema að fá skoðun hjá lækni. Þú nefnir ekki hvort þessu fylgir einhver eymsli eða roði en á lýsingunni þinni virðist sem það sé ekki  og þá er líklegra  að þetta sé eitthvað einfalt og skaðlaust.

Ef það kemur verkur, hiti, roði eða gröftur þá ferðu strax til læknis annars ætti að vera óhætt að bíða eftur tíma hjá heimilislækni  til þess að fá úr því skorið hvort þetta sé eitthvað til þess að hafa áhyggjur af eða ekki

Gangi þér vel