Hnútur í leghálsi/leggöngum?

Komiði sæl.

Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri algengt/eðlilegt að finna fyrir einhverskonar hnúti/fyrirstöðu í leggöngum eða leghálsi. Ég er 22 ára gömul, hef reglulegar blæðingar (aldrei verið neitt vesen með það), og hef ekki haft samfarir. Ég veit eiginlega ekki hvernig best er að spyrja að þessu, þar sem ég veit ekki hvort þetta se bara hreinlega eðlilegt. Mér finnst þetta vera meira hægra megin heldur en vinstra megin.
Ég er búin að vera að skoða aðeins og lesa mig til á netinu, en það kemur nánast alltaf upp legháls- eða skapabarmakrabbamein. Svo les ég mig lengra til og þá stendur að það sé mjög sjaldgæft að kona sem ekki hefur haft samfarir fái svoleiðis. Auk þess sem ég tengi ekki við önnur einkenni sem þar er lýst. Aftur á móti hef ég fengið blöðrubólgu (væga, einu sinni) og sennilega gyllinæð.
Að auki dó amma mín úr ristilkrabbamein, getur það eitthvað sem ég ætti að vera að leita að frekar?
Væri mjög þákklát fyrir svar frá ykkur til þess að ég gæti látið athuga þetta ef þarf.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér að leita til kvensjúkdómalæknis með þetta og fá skoðun hjá honum.

Gangi þér vel