Hnútar á skjaldkirtli

Nú var að koma í ljós að ég er með tvo stóra hnúta á skjaldkirtlinum. Rúma tvo og þrjá cm. Er að bíða eftir niðurstöðu úr ástungu en langar að vita ef hnútarnir eru góðkynja , sem þeir vonandi eru, hvort eitthvað sé þá aðhafst eða hvort þetta sé þá bara búið ?

Kær kveðja

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Margir greinast árlega með hnúta á skjalkirtli og eru flestir hnútarnir eru góðkynja. Venjulega er þá ekkert aðhafst en fylgst með hvort einhverjar breytingar verða.

Gangi þér vel.