Hnúður sem færist til

Hæ hæ, fyrir svolitlu fann ég fyrir hnúð aftan á hnakkanum, aðeins til hægri og u.þ.b. 1 cm frá hársrótum. Svo núna nokrum mánuðum síðar hefur þessi hnúður færst til. Núna er hann u.þ.b. 1-1,5 cm fyrir aftan eyrnasnepilinn. Hann er kannski svona 0,5 cm í þvermál. Hann hefur ekki valdið mér neinum óþægindum né sársauka. Er þetta eithvað sem ég ætti að láta kíkja á?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Sennilega eru þetta bólgnir eitlar sem koma oft fram í tengslum við sýkingu t.d. hálsbólgu. Eitlar geta verið stækkaðir í nokkra vikur. En ég myndi ráðleggja þér að fara til heimilislækni og láta hann meta þetta.

 

Gangi þér vel