Hnúður í brjósti og meðganga

Ég er 24 ára 2. barna móðir..
Núna hef ég verið með hnúð í öðru brjóstinu í 2-3 mánuði (allavega síðan ég tók eftir því) og fylgist fyrst með því heilann tíðarhring að sjá hvort það færi en það gerði það ekki og dró það svo að panta tíma hjá lækni vegna skorts á tíma, en núna var ég sein á túr og hef tekið 3 próf sem koma öll jákvæð

Hver eru mín næstu skref? Panta ég tíma hjá leitarstöðinni með hnúðinn að gera eða hvað?

Takk fyrir.

Sæl

Ég ráðlegg þér að hringja og panta tíma í skoðun hjá leitarstöðinni. Hér getur þú séð leiðbeiningar um hvert best er að leita og í þínu tilfelli ættir þú að panta tíma í sérskoðun á brjóstum í gegnum hjúkrunarfræðing.

Á síðunni brjóstakrabbamein.is er ágætis lesning um krabbameinsleit og meðgöngu sem ég hvet þig til að lesa.

Gangi þér vel