Hnúður í brjósti

Fyrir nokkrum árum fann ég hnúð í vinstra brjóstinu og lét strax skoða það frekar. Á endanum var ákveðið að þetta væri ekkert sem ég þyrfti að hafa áhyggjur af, bara þykkur vefur eða eitthvað svoleiðis.
Síðan þá hef ég verið mjög óörugg með sjálfskoðun á brjóstunum. Ég veit ekki hvað ég á að halda eða gera ef ég finn einhverja misfellu, hnúð eða eymsli. Ég treysti ekki eigin mati eða hvort ég á að þora að leita eftir læknisáliti, finnst ég bara vera eitthvað paranoid og sé að eyða tíma læknisins.
Hvað á ég að gera?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er mikilvægt að þú farir í hefðbundna krabbameinsleit á brjóstum á tveggja ára fresti eins og þér stendur til boða og ef þú ert óörugg með eitthvað sem þú finnur þess á milli ráðlegg ég þér að leita til læknis frekar en að búa við óvissu og hræðslu. Þú getur þá um leið beðið lækninn um að ráðleggja þér og leiðbeina með sjálfskoðun á brjóstum og hjálpa þér að meta hvað er eðlilegt að finna og hvað þú þarft að láta skoða betur.

Gangi þér vel