Hné meiðsli

hæhæ, ég er 18 ára stelpa sem er í smá vandamálum með hnéð mitt. Ég æfði fimleika í um 7 ár og trúi því að það sé ástæðan fyrir meiðslunum. Semsagt, alltaf þegar ég er í vinnunni finn ég til í hnénu eftir e-h tíma og verð eiginlega að setjast niður vegna hnésins míns. ég finn ekki til þegar það er ekkert álag en hinsvegar kemur alltaf smellur í hægra hnénu mínu, og sársaukin versnar alltaf þegar ég er að leggja álag á það. Ég á líka góða og slæma daga eins og í skólanum eða heima get ég ekki setið i vissum stellingum og mig finnst vont að krjúpa á hnjánum.

ég hef farið tvisvar til lænis og þeir pota eða koma við hnéð en það ekkert kemur út úr því. Þess vegna spyr ég ykkur, hafið þið einhverja hugmynd hvað þetta gæti verið eða hvað ég gæti gert? – ég hef líka keypt endalausa teyjusokka en það virkar ekkert.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Hnévandamál eru alltaf frekar flókin og erfitt að greina. Mæli ég með því að þú leitir eftir áliti hjá bæklunarlækni sem gæti e.t.v. sent þig í myndatöku til að kanna hnéð þitt enn frekar.

Gangi þér vel.