Hné

Sæl, Er til einhver lækning eða þjálfun til að laga hné þar sem liðþófi hefur allur verið fjarægður?

Kveðja

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú ættir að fá svar við því hvað sé hægt að gera hjá bæklunarsérfræðingi, helst  þeim lækni sem gerði aðgerðina, eða sjúkraþjálfara. Það er misjafnt hvað hægt er að gera og ákaflega einstaklingsbundið hvað hentar best fyrir hvert tilfelli fyrir sig.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkunarfræðingur