Hnakkastífni ?

Góðan daginn. Ég er kona komin yfir 50 árin og er með slitgigt í hálsi og hef núna nýverið eftir að byrjaði að kólna orðið vör við sársauka í ofanverðum háls og hnakka. Það er eins og bruna eða kal tilfining í höfuðbeininu neðst og orsakar svolitla stífni þar og leitar eins og undir beinið og nyður í háls. Frá hálsi er verkur út í báðar hendur. hef verið með svolitla flensu og hita undanfarið en ekkert til að tala um. þessu hefur fylgt höfuðverkur og sjóntruflnir.Hef aldrey fengið þetta áður og var að spá hvort þetta gæti verið eitthvað tilfallandi eða þarf að láta kíkja á þetta. Er bún að vera svona í tæpa viku núna og er orðin svolitið þreytt á þessu. Með fyrirfram þökk. Heiða.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

 

Það er vel þekkt að kuldi geti ýtt undir vöðvabólgu og eymsli í hálsi en þar sem ýmis önnur einkenni eru til staðar hjá þér s.s. höfuðverkur, verkir út í hendur og sjóntruflanir myndi ég ráðleggja þér að leita til læknis.

 

Bestu kveðjur og gangi þér vel