Hlaupabólusmit, ungabarn

Getur smitberi hlaupabólu verið ósýktur, þ.e. til dæmis sá sem annast barn sem er veikt af hlaupabólu? Önnur spurning. Getur 5 mánaða barn veikst illa af hlaupabólu?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Nánast allir fá hlaupabólu einhvern tímann á lífsleiðinni,en um 90% einstaklinga um tvítugt hafa smitast eða eru með mótefni. Hafi einstaklingur ekki fengið hlaupabólu eru 90% líkur á að hann fái sjúkdóminn veikist einhver á heimilinu. Einstaklingur getur smitað aðra allt að þremur dögum áður en hann fær sjálfur útbrot og er smitandi þar til allar bólur hafa sprungið og þornað upp(vefur Landlæknis)..  Börn verða yfirleitt lítið veik en útbrotin valda að sjálfsögðu óþægindum með kláða. Alvarlegir fylgikvillar hlaupabólu eru sjaldgæfir og eru þá helst vegna sýkinga í sárum.Samkvæmt rannsókn sem gerð var hérlendis árið 2009 mældust tæplega 70% barna á fyrsta ári  með mótefni gegn hlaupabólu sem líklega eru frá móður.  Mótefnin minnka strax við eins árs aldur og þá stóraukast líkurnar á smiti. Smit eru því ólíklegri hjá börnum yngri en eins árs.

 

Gangi ykkur vel