Hlaupabóla og hvítblæði

Sæll / Sæl

Mig langar að spyrja um eitt barnabarn mitt er með bráðahvítblæði og er búinn að vera á lyfjameðferð þannig að allt hans ónæmiskerfi hrundi en spurningin er sú hann fékk hlaupabóluna þegar hann var rúmlega eins árs getur hann fengið hana aftur núna út af ónæmiskerfið er í núlli…

 

Sæll/sæl

Leitt að heyra með barnabarnið þitt. Hlaupabóla er vírussýking sem er mjög smitandi fyrir þá sem ekki hafa fengið vírusinn áður. Flestir sem hafa fengið vírusinn áður eða eru bólusettir gegn honum fá hann ekki aftur. Ég ráðlegg þér að leita frekari ráða hjá barnalækni.

 

Gangi ykkur vel