Hjónabandsráðgjöf

Sæl/l þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera í sambandi með kærustuni minni í 5ár. Fyrir ca.1 1/2 ári síðan hætti hún nánast alveg að hafa áhuga á að stunda kynlíf. Þetta hefur valdið töluverðum erfiðleikum í sambandinu en hún hefur ekki bara engann áhuga á kynlífi með mér heldur bara ekki yfir höfuð. En ég vil og þarf hins vegar kynlíf. Við elskum hvort annað mjög mikið og líður mjög vel saman en samt er eins og neistinn sé að slokna útaf þessu. Ég var að vinna mikið í fyrra og sjaldan heima á kvöldin og svona þannig að ég gat ekki gefið sambandinu þann tíma sem ég vildi gefa. En núna hef ég tíma og vil ef hægt er vinna upp þann tíma sem fór til spillis vegna vinnu. Geturðu bent mér á einhver ráð sem við getum prufað.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg ykkur að tala vel saman um þetta vandamál því einhver ástæða hlýtur að liggja að baki þessari líðan og jafnvel leita aðstoðar með hjónabandsráðgjöf hjá sálfræðingi.

Gættu þess þó vandlega að sýna henni skilning og þolinmæði því eflaust líður henni ekki vel með þessar tilfinningar.