Hjartaverkir

 

Daginn er 20 ára og var á djamminu í gær og allt í einu kemur tilfinning eins og einhvað hefði rifnað í hjartanu og var eins og öll vinstri hlið líkamans dofnað upp sérstaklega í andliti svona hálfgerð lömunar tilfinning og verkur í hjarta núna er tæpur sólarhringur liðin og er en með þennan pirring í hjartanu og er byrjaður að fá smá áhyggjur það er hjartagalli í móðurætt og ég reyki ?😐

Takk fyrir fyrirspurnina.

Það er ekki gott að átta sig fullkomlega á einkennum þínum út frá því sem þú skrifar en hins vegar eru einkenni eins og brjóstverkir og staðbundinn dofi í líkamanum alltaf eitthvað sem rétt væri að skoða nánar og ræða við lækni. Margar orsakir geta legið þarna að baki.
Ráðlegg ég þér því að hafa samband við lækni sem fyrst til að komast betur til botns í þessu.

Gangi þér vel