Hjartað?

Góðan dag, ég er búinn að vera í nokkra daga mjög þreyttur og orkulaus. Jaðrað við smá svima og smá ógleðistilfinning, þá ekki mikil ógleðistilfinning en er svona hálf dissy. Fengi stundum verk við brjóstið, en tengi það ekki neitt þessum leiðbeiningum við hjartaáfall osfrv. Eitthvað er maður samt farin að ýminda sér hvort þetta geti tengst hjartanu eða nægjanlegu súrefni í blóði miðað við það sem maður les. Reynar svo, því meira sem maður les þeimum ruglaðir verður maður í ríminu. Er búinn að panta mér tíma í blóðrannsókn, en væntanlega ef þetta er hjartað þá kemur eitthvað lítið þar fram.

 

Sæll.

Þessi einkenni eru mjög almenn og geta átt við svo margt. Nú er tími mikilla umgangspesta og flensu og því gætu einkenni þín bent til þess að þú hafir fengi snert af flensu. Eins gætir þú verið með járnskort eða skort á öðrum efnum í líkamanum sem getur komið fram í blóðprufum. Bakflæði getur lýst sér með ógleði og sviða í brjóstholi.eins undirliggjandi kvíði eða andlegt álag. Ég ráðlegg þér að taka þetta upp með lækninum þegar þú ferð í blóðprufurnar. Ef þetta eru einkenni frá hjarta kemur það ekki fram í almennum blóðprufum.

 

Gangi þér vel