Hjálp

Ég á við stórt vandamál að stríða, veit ekki hvernig ég byrja, þetta er að verða meira og verra með aldrinum. Síðasti mánuður er búinn að vera sérstaklega erfiður. Einkenni byrjuðu fyrir sirka 16-19 mánuðum síðan að ég var blóð lítill í útlimum, kuldi á höndum, fótum og dofi (missi dót mikið penna, glös, mjólkurfernuna svo dæmi séu tekin)(þurfti að skipta yfir í plast glös)

Hef alltaf verið að vinna á XX inná milli á annartímum en gat ekki lengur verið að því útaf kuldanum ég bókstaflega frosna ?

Núna er vandamálið orðið mun verra á erfit með að fara á fætur á morgnana útaf verkjum í vöðvum bæði höndum og fótum, verð að fá 10 tíma svefn minnst og verð að fara í sturtu (20-30mín minnst) til að koma mér í gang á morgnana sem er ekki allveg að gera sig. Suma morgna næ ég ekki að fara á fætur og verð einfaldlega að fara sofa aftur í 1-2 klukkutíma sem bætist ofan á minn 10 tíma svefn ? Ég get ekki stundað fulla vinnu lengur útaf líkamin minn er búinn á því eftir 6 tíma, þá meina ég gjörsamlega búinn eins og ég sé búinn að vera vinna í 12-13 tíma sem var ekkert vandamál fyrir mig, fyrir 2-3 árum síðan. Það vill enginn starfsmann sem getur ekki líkamlega unnið 10 tíma vinnudag, síðustu 4 tímana er ég orkulaus og latur langar bara að komast heim í sturtu. Er oft með liða verki í höndum og puttum ef ég er til dæmis að skrifa í tölvuni, þarf að stoppa inná milli og reina braka ? Annað STÓRT vandamál sem byrjaði þegar einkenni byrjuðu er að ég svitna óvenjulega mikið undir höndum og það er vond svitalykt sem var ekki , það bókstaflega dropar og lekur sviti undan höndum þarf að skipta um bol 2-3 á dag,? get ekki verið í kringum fólk á bolnum nema skammast mín sem er ekki allveg það skemmtilegasta sem ég hef kynnst. Get ekki farið út nema vera í ullar vetlingunum mínum og þarf að klæða mig vel ef það er kallt úti. Stundum verður mér svo kallt að ég þarf að vera með vetlinga inní húsi ? Ég breytti um mataræði fyrir 7-9 mánuðum og skipti yfir í grænmetis mat (baunir, kál o.s.frv) að mestu útaf því ég fann fyrir því hvað það gerði mér gott, hætti neyslu á kjöti því það lætur mig líða eins og ég sé áttræt gamalmenni en borða enþá fisk, reyni að vera duglegur að borða mína 5 ávexti á dag og taka lýsi og omega 3, get ekki ímyndað mér hvernig ástand mitt væri ef ég hefði ekki tekið þá ákvörðun að breyta um mataræði. Fynnst þetta mjög óvenjulegt miðað við að ég er 19 ára gamall Með bestu kveðju

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú ert greinilega í talsverðum vandræðum og þarft að leita læknis. Einkennin sem þú lýsir benda ekki klárlega til eins ákveðins vanda/sjúkdóms heldur virðist um fjölþætt vandamál að ræða sem talsvert flókið getur verið að leysa. Byrjaðu á að fá tíma hjá heilsugæslulækni og lýstu líðaninni þinni eins og þú hefur gert hér að ofan. Læknirinn byrjar mjög líklega á að panta blóðpufur og leita að líklegustu skýringunum byggt á þinni lýsingu og hans skoðun. Svo verður það að vera samvinnuverkefni ykkar að finna út hvað veldur og greiða úr þessu ástandi

Gangi þér vel