Hitahækkun

Hvaða skilaboð er 5 mánaða hiti að senda mer?

Eg fekk brjóstverk og for a Hjartagáttina fyrir 5 mánuðum. Þar kom i ljós að eg var með um 38 stiga hita, sem eg vissi ekki af. Eg er enn með hita, stundum upp i 38.5.. Var með hæsi . Búin að fa stera, syklalyf, og aftur syklalyf i 40 daga. Hitinn fer ekki. Eg finn fyrir hitanum en er ekki með verki kvef eða flensu einkenni. . Buið er að taka mörg bloðsyni, þvagsyni, lungnaspeglun . Ekkert hefur fundist i þeim rannsóknum.
Nu er ég farin að hafa smá áhyggjur af þessu. Hvað er til ráða?
Bestu kveðjur og þakkir.

Þakka þér fyrirspurnina,

Það virðist sem þú sért með það sem kallast FUO (Fever of unknown origin), en það er ef hiti er reglubundið yfir 38 stig án skýringar sem útheimtir að það sé farið aftur vandlega yfir þá möguleika sem geta valdið slíku en þeir eru mjög margir. Þar sem við höfum ekki neinar niðurstöður úr þeim rannsóknum sem þú hefur farið í mælum við eindregið með því að þú farir aftur til þinna lækna og látir endurmeta þig. Það getur þurft að gera fleiri rannsóknir og jafnvel endurtaka einhverjar þeirra. Mikilvægt er að átta sig á því að það er ekki eðlilegt að vera með toppóttann hita um marga mánaða skeið án skýringar.

Gangi þér vel