Herpes

Eg hef verið með herpes 2 i mörg ár
áður en eg fæ útbrot þá fæ eg mikla verki annarsstaðar i líkamann eins og sviða verki og þessir verkir eru oft hvergi nálægt útbrotar svæðinu og mer finnst þeir hafa aukist með árunum er þetta eðlilegt ?
Einnig finnst mer eg vera þreyttari og stundum svolítið pirruð þegar utbrotin eru að byrja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Verkur um allan skrokkinn áður en útbrotin kom fram getur legið í því að herpesveiran liggur í taugaendunum víðsvegar í líkamanum og þó svo blöðrurnar komi aðeins fram á kynfærasvæðinu, eru til dæmi þess að fólk finni fyrir verkjum á öðrum stöðum. Framvinda sjúkdómsins er mjög einstaklingsbundin. Sumir fá engan áblástur eða mjög vægan, á meðan aðrir fá áblástur með reglulegu millibili. Með aldrinum dregur úr tíðni áblástra.

Hafir þú einhverjar áhyggjur eða finnst sjúkdómurinn þinn haga sér öðruvísi en vanalega hvet ég þig eindregið til að leita til læknis.

Gangi þér vel