Herpes

Sæll/sæl.

 

Ég og kærastan mín höfðum samfarir í gærkvöldi og hún tottaði mig í smá stund. Við vorum ekkert að spá en hún er með frunsu á vörinni og við áttuðum okkur ekki á því að þetta væri slæm hugmynd fyrr en seinna um kvöldið.

Hverjar eru líkurnar á því að ég hafi smitast og sé nú með herpes á kynfærum og þá jafnvel að ég hafi smitað hana svo í samförunum eftir á? Þetta var bara í gær og ég er því ekki með nein ummerki um smit en er stressaður yfir því að fá þau.

Er okkur óhætt að stunda kynlíf eða ætti ég að bíða í allavega viku og sjá hvort ég fái einkenni og er hægt að sjá það einhvernvegin hvort maður sé með sýkinguna þó maður sé ekki með nein ummerki?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Herpes á vörum er oftast af völdum Herpes simplex1 en kynfæraáblástur af völdum Herpes Simplex 2.

Smitleiðin er sú sama og einkennin svipuð og það er mögulegt að þú hafir smitast með þessum hætti en þó ekki endilega víst.

Kærastan þín er greinilega með vírusinn (Herpes Simplex1). Flestir sem smitast af honum smitast á barnsaldri og veiran lifir í viðkomandi alla ævi en leggst í dvala á milli þess sem frunsurnar koma fram. Þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af því að smita hana.

Eina leiðin til þess að vita hvort þú hafir smitast er að bíða og sjá til hvort þú færð einkenni. Ykkur er óhætt að stunda kynlíf en þú þarft að hafa í huga að líkur ásmiti eru alveg jafn miklar ef þú kyssir einstakling sem er með frunsu og það er í raun algengasta smitleiðin á Herpes Simplex1.

Gangi þér vel