Herniated disk eða Cervical herniated disk í hálsi

Daginn,
mig grunar að annaðhvort þessara einkenna sé að hjá mér. Ég er búinn að fara í segulómsskoðun og röntgen og til kíró og osteopata og margra lækna en enginn virðist hafa neitt vit á þessu. Enginn hefur einu sinni minnst á þetta og alltaf sömu svörin að þetta reddast bara. Ég er búinn að vera svona slæmur í meira en ár! Hvar get ég leitað sérfræðings í þessum málum til að kíkja á myndirnar mínar?
Hvað kallast þetta á íslensku?

Takk fyrir

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Hernitated disk er svokallað brjósklos og þegar talað er um cervical þá er átt við í hálsi. Ef þetta er það sem er að hrjá þig er líklega best að leita í Orkuhúsið til bæklunarlæknis.

Gangi þér vel