Hendur með nálardofa

Ég er að finna fyrir slæmum nálardofa í höndum sem er að aukast, vakna oftar upp með dofna fingur og slæma verki þar.
Vona að ég fái svar við þessu
Með þökk,

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Algengast  eru einhverjar bólgur eða þrýstingur á taugar við mænu eða olnboga  sem valda dofa í niður í hendur.  Bólgur geta versnað á nóttunni ef þú liggur þannig. Það þarf að útiloka aðrar ástæður sem geta t.d. verið sýking, vítamínskortur,bandvefssjúkdómur, truflun á skjaldkirtli eða aðrir sjúkdómar. Því þarftu að skalt leita til þíns heimilislæknis til að fá skoðun,nánari greiningu og viðeigandi meðhöndlun.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir

hjúkrunarfræðingur