Heiladingulshormón (IGF-1)

Kæri Doktor.

Ég mældist í blóðprufu rétt innan við lágmarksgildin á IGF-1, heiladingulshormóninu eða 75 (eðlileg gildi 87-238).

Mér leikur forvitni á að vita hvort þetta lág gildi geti haft það í för með sér að ég sé með mjög viðkvæma heilsu, tek allar pestir og þreytist við hið minnsta erfiði.

Efnaskiptalæknirinn minn taldi mig ekki þurfa á þessu að halda og því langar mér að leita eftir áliti frá þér:
Telur þú að í mínu tilfelli gæti verið gott að fá vaxtahormónsprautu?

Bestu kveðjur.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru margir þættir sem spila inn í svo flókið ferli sem hormónabúskapurinn er og það þarf að skoða þá í samhengi. Ein blóðprufa með  frávik í mælingum dugar ekki til að ákvarða um frekari meðferð. Meiri líkur eru á að það sé eitthvað í þínum lífsstíl sem valdi þreytu og pestsækni.

Ég tel að  þú sért í bestu mögulegu höndum ef þú ert hjá Efnaskiptasérfræðingi sem er að skoða þín mál.

Gangi þér vel