Hefur Roaccutan áhrif á fóstur?

Spurning:

Getur húðlyfið Roaccutan haft áhrif á fóstur ef faðirinn hefur verið á lyfjakúr áður og þegar barnið var getið?
Vonast eftir svari. Takk fyrir.

Svar:

Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda lyfsins er það mjög ósennilegt að lyfið hafi áhrif á getnað eða fóstur þrátt fyrir að lyfið skilst út að einhverju leyti með sæði.

Kær kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur