Hefðbundi segulmögnuð örvun.

Vinsamlega útskýrið fyrir mér hvernig “ Hefðbundin segulmögnuð örvun“ fer fram til lækninga og hverjar eru aukaverkanir og hverju er verið að vinna á þegar þessi aðferð er framkvæmd og hverjar eru líkur á bata.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég átta mig ekki á hvað þú átt við með þessari meðferð. Sjúkraþjálfarar nota bylgju- og rafstraumsmeðferð stundum í sinni meðferð til að örva vöðvafrumur til samdráttar og til að vinna á ýmsum bólgum og er sú meðferð skaðlaus.  Ég þekki ekki árangur þessarar meðferðar en hún hefur þó verið notuð af sérfræðingum í áratugi.

með kveðju,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur