Hef smá áhyggjur.

Hæ, veit ekki alveg hvort þetta sé rétti staðurinn fyrir þetta, en er með smá áhyggjur varðandi, sémsagt, á neðri partinum, er að verða 18 ára á þessu ári en typpið á mér hefur ekkert stækkað, er sjálfur í yfirþyngd veit alveg að það hefur áhrif en samt farinn að hafa smá áhyggjur af þessu, hvað skal gera, gæti þetta verið skortur af testósterón í líkamanum?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við þetta enn sem komið er. Strákar eru að taka út kynþroska alveg fram yfir tvítugt og sumir byrja seint að verða kynþroska. Það er hins vegar eðlilegt að hafa áhyggjur af þessu, þar sem strákar eru margir mjög meðvitaðir og áhyggjufullir varðandi stærð og lögun typpisins. Ef þetta er farið að valda þér verulegum áhyggjum, mæli ég með að þú farir annað hvort til heimilislæknis eða á unglingamóttöku og fáir álit.

Gangi þér vel