Hárlos/þynning

Góðan daginn.

Ég er karlmaður rétt yfir tvítugu og nýlega hef ég tekið eftir því að mikið af hári er byrjað að falla af við ýmsar athafnir eins og þegar ég læt gel í hárið. En eru einhver lyf sem virka gegn svona hálosi/þynningu sem eru viðurkennd með rannsóknum?

Takk fyrir fyrirspurnina

Það eru ýmsir þættir sem geta leitt til hárloss en mikið álag, streita og ofnæmi geta ýtt undir hármissi. Aðrir þættir eins og erfðir geta einnig haft áhrif sem og sjúkdómar. Mikið af lyfjum eru í boði sem eiga að draga úr hárlosi en í sumum tilfellum virka þau lítið. Ég ráðlegg þér að hafa samband við húðsjúkdómalækni og skoða hvort að hægt sé að finna orsökina fyrir þessu hjá þér.

Gangi þér vel