Hárlos

Hæhæ. Ég er 18 ára strákur og hef allta þótt vænt um hárið mitt. Mér finnst hárlínan mín frekar há og rakst á lyf sem heita rogaine foam og kirkland minoxidil. Langar svoldið að panta þau að utan og prófa. En það sem er að trufla mig er hvort þau geti gert eitthvað verr en áður var!
Sá að aldurstakmarkið var fá 18-49.
Hef heyrt að því fyrr sem maður byrjar því betra, veit ekki hvað er til í því. En er of snemmt að byrja 18 ára?
Og síðast en ekki síðst var ég að velta því fyrir mér hvort að ég mun verða háður þessum “lyfum.“

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er eðlilegt fyrir unga karlmenn að hafa áhyggjur af hármissi en því miður er það þannig að stór hlut karlmanna missir að hluta til hárið þegar þeir fullorðnast og fá skalla. Skalli gengur í erfðir og það er ekki enn komin töfralausn sem kemur í veg fyrir það.  Þau lyf sem eru á markaðnum koma ekki í veg fyrir skalla en geta tafið hármissi og hjá sumum kemur fram aukinn hárvöxtur. Þetta er ekki ein meðferð heldur þarf stöðugt að taka lyfin. Það eru skráðar aukaverkanir af Rogaine (Minoxidil) sem eru kláði í hársvörð og óæskilegur hárvöxtur á enni og í andllit.

Propecia er lyf sem fæst hér á landi og læknar skrifar út og hægir líka á hármissi.

Þessi lyf á öll að taka á byrjunarstigi hármissis. Það borgar sig ekki að nota lyfin sem þú nefnir án samráðs við lækni fyrst, Ég ráðlegg þér eindregið að tala við foreldra þína um þetta mál og fá þá með þér til heimilislæknis. Ef þetta er raunverulegur hármissir þarf að útiloka að hann sé ekki af óeðlilegum ástæðum,sérstaklega ef ekki er ættarsaga um skalla í fjölskyldunni. Læknirinn ráðleggur þér síðan hvað meðferð er best fyrir þig.

 

Gangi þér val