Hár styrkur af kalsium i blóði

Er eitthvað gert við þvi ef kalkmagnið er hátt í blóði Takk takk

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

 

Ef kalkmagn er hátt í blóði er réttast að forðast matvæli sem innihalda mikið magn kalks t.d. banana, kíwí, hunangsmelónu, þurrkaða ávexti, ávaxtasafa og avókadó. Bakaðar kartöflur innihalda meira magn kalium en ef afhýddar kartöflur eru soðnar. Takmarkaðu neyslu á mjólkurvörum, hnetum, súkkulaði og kartöfluflögum og borðaðu minna af brauði úr grófu mjöli. Seletin-salt inniheldur minna af natríum en venjulegt salt en mikið kalium og því er ekki ráðlagt að nota það.

Ef þú hefur reynt að fylgja þessum ráðum en kalíumgildi þín reynast samt of há, þá getur þurft að greina mataræði þitt enn frekar. Læknirinn þinn getur einnig ávísað á þig lyfinu Resonium sem bindur kalíum og lækkar þar með kalíumgildið í blóðinu. Resonium er duft með vanillubragði sem er hrært út í vatn og síðan drukkið.

 

Gangi þér vel

 

með kveðju,

Sigrún Inga Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur