Handakláði

Ég er með slæma kvefpest, vondan hósta, nefrennsli og mikinn slappleika. Ég hef bara drukkið heitt sítrónuvatn með engifer og hunangi, Ég tek Simvastin á kvöldin, ásamt magnesium, kalk og sinkblöndu, í gærkvöldi tók ég 1000 mg af Paratabs. Ég fann fyrir miklum handakláða í nótt og í dag, aðallega á lófum og fingrum og er rauð og þrútin í lófunum. Getur verið að lyfjaskammturinn/ samsetningin geri þetta að verkum, eða er önnur skýring?
Bkv.

 

Sæl.

Það er erfitt að segja með eitt stakt tilfelli. Kláði er eitt einkenna ofnæmis og gæti þetta því verið óþol eða ofnæmi fyrir einhverju af því sem þú tókst inn eða jafnvel einhverri fæðu sem þú neyttir. Þú getur  prufað að taka inn eitt lyf í einu og bæta svo við einu af þessum lyfjum við í senn og sjá viðbrögðin. Best væri ef þú færir með það sem þú ert að taka í apótekið og fengið álit lyfjafræðings á samverkun þessara lyfja og efna.

 

Gangi þér vel