Hálsbólga

Hver getur verið ástæða þrálátrar hálsbólgur?

Góðan dag.

Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að hálsbólgur geta orðið þrálátar t.d. ef um ofnæmi er að ræða en þá losnar ekki um einkennin fyrr en ofnæmisvaldur er fjarlægður og getur þetta átt við t.d. um myglu í húsnæði sem þarf alltaf að taka alvarlega.

Aðrar ástæður geta verið þrálátt kvef sem rennur aftur í háls, munnöndun sem veldur þurrki í hálsi með tilheyrandi óþægindum, bakflæði, einkyrningssótt, reykingar eða sýking í hálskirtlum (e. tonsillitis).

Ef hálsbólga varir lengur en í viku er ráðlagt að leita til læknis á heilsugæslu.

Gangi þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur