Hallandi Öxl

Sæl.

Ég er með mjög slæma líkamsstöðu eftir að hafa verið að lyfta vitlaust lengi.
Málið er þannig að hægri öxlin á mér allar fram sem orsakar það að core-ið vinstra megin er í sífelldri spennu en core-ið hægra megin „kickar“ ekki inn.
Þetta hefur áhrif á bakið og öxlina á mér.

Þetta er ekki hryggskekkja heldur tel ég þetta vera eftir að hafa verið með slæma líkamsstöðu lengi. Bæði sofið á hægri öxlinni og notað hana mun meira og ég finn að þegar ég teygi mig eitthvað þá finn ég að ég er að beita henni rangt.

Ég hef ekki fundið neina lausn á þessu. Hafið þið einhvern tímann heyrt um þetta ?

 

Sæl(l), ég held að sjúkraþjálfi gæti mögulega hjálpað þér og kennt þér teygjur eða æfingar sem myndu hjálpa þér að leiðrétta þetta.

Besta kveðja