hætt að fara á túr

hef ekki farið á túr í 2 mánuði, er 16 ára og ekki ólétt

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Yfirleitt er ekki  ástæða til þess að hafa áhygggjur þó „rugl “ komi á tíðahringinn sérstaklega þegar þú ert svona ung. Það er ýmislegt sem getur orsakað þetta svo sem mikið álag, stress eða mikil líkamsþjálfun en oftast finnur maður enga skýringu. Mögulega ferðu lengur á blæðingar þegar þær loksins koma og/eða það blæðir meira og það getur verið „rugl“ á tíðahringnum í nokkur skipti áður en hann dettur í sinn venjulega rytma.

Ef þú hefur verulega áhyggjur skaltu hafa samband við lækni og fá skoðun til þess að létta á áhyggjunum.

Gangi þér vel.