hægra eyra

það virðist sulla í hægra eyra, einkum ef ég er í afslöppun eða leggst útaf. Stundum fæ ég höfuðverk og svitna á enninu.

Kv.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta ástand sem þú lýsir er ekki eðlilegt ástand  en ekki er líklegt að um bráðalvarlegt vandamál sé að ræða heldur. Ég ráðlegg þér að hafa samband við heilsugæsluna. Þar er hægt að skoða eyrað og finna út hvað geti verið að valda þessu.

Gangi þér vel,

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur