Hægðir hjá 3ja ára

Mig vantar ráð. Þannig er að sonur minn sem verður 3ja ára í sumar er duglegur að pissa í klósett og segir alltaf til með það, en varðandi hægðir segir hann ekki til og vill halda í sér og loka sig af í von um að það líði hjá. Þess má geta að hann er duglegur að borða og aldrei með harðlífi svo hann er ekki kvektur af því, en þetta hefur fylgt honum alla tíð, Honum finnst þessi athöfn óþægileg og er pínu hræddur, og fegin þegar það er afstaðið. Það líða svona 3 til 4 dagar á milli. Vona að þið getið upplýst mig, og getur verið að eitthvað sé að í þörmunum?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Flestir sérfæðingar mynd hvetja þig til þess að láta piltinn bara vera og leyfa honum að kúka í friði í bleyjuna á meðan það er ekkert annað að. Hann mun verða tilbúinn og fljótur að venjast á að kúka í klósett þegar hann er tilbúinn. Þetta hefur ekkert með gáfur og þroska að gera. Hins vegar eykur þú líkurnar á að búa til vandamál ef hann fær ekki að gera þetta svona. Með því að pressan hann þá hættir hann að vilja kúka og þróar með sér hægðatregðu sem er mun meira og verra vandamál.

Ég hvet þig til þess að ræða við barnalækni og fá úr því skorið hvort allt sé ekki eins og það á að vera til öryggis.

Gangi ykkur vel