Hægðir

Góðan daginn, mig langar að forvitanst hvort það sé eðlilegt og ef ekki þá hvað veldur því að ég þarf að fara að hafa hægðir oft á dag or iðulega rétt eftir að ég hef borðað, það er nánast öruggt að innan 10 míntútna eftir máltíð þarf ég á klósettið.

 

Sæl/Sæll

Takk fyrir fyrirspurnina

Það er einstaklingsbundið hversu oft hægðalosun á sér stað. Hægðalosun tvisvar á dag eða á nokkurra daga fresti og allt þar á milli er talin eðlileg

Það gæti verið að þú sért með óþol fyrir einhverju sem þú ert að borða og algengt er að uppþemba og verkir fylgi í kjölfarið. Ef þig grunar slíkt þá er gott að skrá niður hvað þú borðar yfir daginn, hvernig þér líður eftir máltíðina og hvernig hægðirnar eru. Ef þú hefur áhyggjur af þessu og ef hægðirnar eru þunnar og lausar, þá ráðlegg ég þér að hafa samband við þinn heimilislækni.

 

Gangi þér vel