Hægðatregða

Góðan daginn.
Ég er í smá vandræðum. ég stíflast svakalega og verð þar af leiðandi með mjög útblásin maga og harðan, og mig grunar að ég sé með gyllinæð vegna hægðatregðunar, ég er búin að prufa að taka sorbitol í einhvern tíma og mér fanst það ekkert virka, þessu fylgir mjög mikil þreyta og vanlíða

er einhvað sem hægt er að gera ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það sem er mikilvægast að huga að við hægðatregðu er almennt mataræði.  Sumir hafa svokallaðan latann ristil sem kemur fram með hægðatregu. Mikilvægt er að drekka vel, byrja morguninn á góðu vatnsglasi og drekka vatn fyrir hverja máltíð. Sveskjur,mulin hörfræ, hörfræjaolía, sveskjur, döðlur, apríkósur og grófmeti,velja alltaf grófasta brauðið. Nota vel af olíu,helst græna t.d. olífuolíu. Mjólkurmatur getur verið stemmandi eins hátt hlutfall prótens í mat.  Með réttu mataræði er yfirleitt hægt að halda hægðum mjúkum og reglulegum. Hreyfing hefur líka áhrif á hægðir,reglubundin hreyfing eykur starfsemi ristilsins.

Gangi þér vel