Flökurleiki

Mig langar að spyrja um flökurleika. Er búin að vera flökurt í viku og kúgast þegar ég borða en það kemur ekkert. Tek það fram að ég er ekki ólett 🙂  Hvað getur verið að?  Það er ekki skemmtilegt að vera svona.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Flökurleiki getur verið einkenni um ýmislegt og margar ástæður geta legið að baki. Algengar ástæður eru ferðaveiki, veirur eða matrareitrun  sem gengur yfir frá nokkrum klukkustundum eða  dögum, fæðuóþol, eiturefni og svo getur verið um aukaverkun lyfja að ræða.

Kristallar  í  innra-eyra svo sem Meniere eða Völundarsvimi valda oft svima sem síðan getur valdið ógleði.

Veirusýkingar geta valdið ógleði og uppköstum, sem er stundum í tengslum við niðurgang (t.d. nóróvirus). Matrareitrun annað hvort bakteríur eða veirur geta valdið svipuðum einkennum.

Ýmsir finna fyrir ógleði ef þeir þola ekki ákveðna matartegund svo sem mjólkurmat, get eða hveiti. Yfirleitt fylgja því fleiri einkenni eins og gasmyndun og jafnvel niðurgangur/hægðatregða.

Vélindabakflæði eða magabólgur geta einnig lýst sér með ógleði

Lyf geta valdið ógleði eða uppköstum og á það sérstakelga við ef einkenni birtast innan skamms tíma eftir inntaka á nýju  lyfi hefst. Láttu lækninn sem ávísaði lyfinu vita ef þetta gerist.

Fólk ætti að leita til læknis ef ógleði og/eða uppköst eru viðvarandi eða fylgja öðrum  einkennum svo sem kviðverkir, hiti, gula, eða blæðing.

Gangi þér vel

Gangi þér vel