Gul í kringum augu

Ég er gul í kringum augu og hef verið það í þó nokkurn tíma,líkamsræktar þjálfari minn spurði mig út í þetta og þá vaknaði forvitninn hjá mér en ég er svo vön þessu að ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, en hann var að velta því fyrir sé hvort að mig vantaði einkvað efni í likamann eða það væri of mikið af einkverju öðru ég veit ekki.
Væri gott að fá einkverjar upplýsingar.
Takk fyrir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þó svo spurningin þín sé ekki beint um bauga, þá ætla ég að láta fylgja með svar við svipaðri spurningu sem barst okkur á doktor.is. En ætla má að þetta hafi með litlarfrumurnar í líkamanum þínum að gera, sérstaklega ef þetta er ekki nýtt vandamál og sér í lagi ef þetta er þekkt innan fjölskyldunnar þinnar.

Hafir þú sérstakar áhyggjur af þessu eða vilt fá nánari útskýringar þá hvet ég þig til að leita til heimilislæknis þíns.

https://doktor.frettabladid.is/fyrirspurn/baugar-undir-augum

Gangi þér vel,

Lára Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur