Gröftur

Góðan daginn mig langaði að athuga… þad spíttist allt i einu hvítur gröftur út úr báðum geirvörtunum minum og smá glær vökvi í leiðinni… þarf eg að hafa áhyggjur?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það kemur ekki fram í þessari fyrirspurn hver aldur þinn er eða hvort þú hefur haft barn á brjósti eða jafnvel ert með barn á brjósti. Það er vökvi í kirtilgöngum brjósta alla ævi eftir að kona hefur haft  barn á brjósti einu sinni. Þessi vökvi kemur bara fram ef brjóstið er kreist eða nuddað. Það er því alveg eðlilegt að geta kreist fram vökva úr geirvörtunum. Þessi einkenni sem slík geta því átt sér eðlilegar skýringar. Þú þarft að skoða brjóstin reglulega (brjóstaskoðun) og ef þú finnur ekki neitt grunsamlegt, hnúta aða annað ættir þú að geta  verið róleg. Annars er alltaf einfaldast að fá lækni til að líta á brjóstið sé maður ekki alveg viss, þó lýsing þín hér að ofan hljómi nokkuð sakleysislega.

Gangi þér vel