Grindarlos

Getur grindargliðnun orsakað fósturmissi?

 

Ég er komin 19 vikur á leið og ég er svo hrædd því mér var sagt af vinkonu minni að grindargliðnun eyki líkur á fósturmissi.

 

Sæl

Sjúkraþjálfarar nota frekar orðið grindarlos og í bæklingi sem hópur sjúkraþjálfa gaf út og er birtur er á doktor.is kemur m.a. eftirfarandi fram:

Á meðgöngunni mýkjast liðbönd líkamans vegna hormónabreytinga og liðir mjaðmagrindar geta því gefið betur eftir. Þannig býr náttúran mjaðmagrindina undir væntanlega fæðingu. Þessar breytingar verða hjá öllum barnshafandi konum og valda yfirleitt litlum eða engum óþægindum. Þegar liðböndin mýkjast getur konan fengið verki. Liðböndin styðja þá ekki eins vel við mjaðmagrindina og þola minna álag en áður. Fái konan verki við einföldustu athafnir getur verið að hún sé með grindarlos.
Orðið grindarlos gefur ekki rétta mynd af ástandinu. Frekar mætti líkja einkennum við tognun, t.d. á ökkla. Grindarlos hefur engin áhrif á fóstur.

Bæklinginn getur þú lesið í heild sinni Hér

Svo er annar mjög svipaður en nýrri hér

Gangi þér vel