grindarhols verkir

Hef farið í 2 keiluskurði og fljótlega eftir þá aðgerð sem var gerð á gamla mátan undir svæfingu 2013 þá fann ég þessa leiðinda verki og þeir koma enn í dag af og til og misjafnlega sárir.
Þeir eru svipaðir túrverk en samt ekki nákvæmlega eins svo veit þetta eru ekki túrverkir.
Kvensjúkdómalæknir hélt kannski verkir út af blöðru á eggjastokk en ég er meir að spá getur verið ad krabbinn sé komin af stað.
Kannast einhverjar aðrar konur við svona verki löngu eftir keiluskurð?
Finnur maður svona verki þegar krabbinn er farin af stað?
Þið sem hafið blöðru á eggjastokk
Getið þið lýst þeim verk?
Mér finnst þessi verkur koma beina línu niður fyrir naflan þar sem píkuhárlínan byrjar og leiðir niður í sníp og cervix.
Þarf oft að éta íbúfen við verkinum.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Best er fyrir þig að fara aftur til þíns heimilislæknis sem getur hjálpað þér með þessi einkenni og útilokað alvarlega sjúkdóma . Verkir sem þú lýsir geta átt við blöðrur á eggjastokkum en þeim fylgja oft óregla á blæðingum. Legslímuflakk (endometríosa) lýsir sér líka með vekjum í kviðarholi ekki ósvipuðum slæmum tíðarverkjum. Krabbamein í legi er yfirleitt einkennalaust á byrjunarstigi.

 

Gangi þér vel