Greiningar tími kynsjúkdóma

Ég „lenti“ í að stunda óvarið kynlíf með aðila sem ég treysti ekki um helgi. Strax eftir helgina fór ég í tékk, blóð og þvag. Er víst að ef um smit hafi verið að ræða, að það sé greinanlegt svona stuttu eftir?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki til neitt eitt svar við þessu, þar sem prófin eru mismunandi og misnæm. Ég ráðlegg þér að vera í sambandi við göngudeild húð og kynsjúkdóma í síma 543 6050 milli kl. 8:15-15:45 alla virka daga og fá betri upplýsingar um hvort þú þurfir að láta endurtaka eitthvað af prófunum.